Raflagnir

Starfsmenn Rafeyjar hafa mikla reynslu í rafkerfum bygginga, allt frá vinnuskúrum til virkjanna og tökum að okkur hönnun, nýlagnir viðhald og þjónustu á öllum rafkerfum

Raflagnir bygginga

Raflagnir bygginga taka til allra fjarskipta, vöktunar- stjórn- og öryggiskerfa auk kraftlagna að ljósum og öðrum raftækjum.

Rafey tekur aðsér alla raflagnavinnu, nýlagnir, viðbætur og viðhald á stórum sem smáum rafkerfum.

Áhersla er lögð á fagleg og örugg vinnubrögð og að tryggja að allar raflagrir séu í samræmi við reglur og staðla. Í gæðakerfi Rafeyjar, sem vottað era f Samtökum iðnaðarins, eru verklagsreglur,  leiðbeiningar og ýmis hjálpartæki sem auðvelda starfsfólik okkar að tryggja gæði þjónustunnar.

Við hönnun raflagna og val á tæknilausnum eru notuð fjölmörg sérhæfð hugbúnaðarkerfi.

Með því að mynda afldreifitöflur reglulega með innrauðri myndavél er hægt að finna veikleika í búnaði og tengingum, áður en bilanir verða.

Bruna & eftirlitskerfi

Hönnun og uppsetning á brunaviðvörunarkerfum fyrir fyrirtæki og heimili. Reglubundið eftirlit og prófanir á öllum gerðum brunaviðvörunarkerfa.

Hönnun, uppsetning og þjónusta á innbrotsviðvörunar- og aðgangsstýrikerfum. Myndavéla eftirlitskerfi og stakar nettengdar myndavélar t.d. fyrir verslanir, gripahús og útisvæði.

Setjum upp og þjónustum:
  • Brunakerfi
  • Eftirlitskerfi

Rafbílavæðing

Rafbílavæðingin er hafin.

Rafey tekur að sér hönnun og uppsetningu á hleðslustöðvalausnum fyrir einbýli, fjölbýlishús og fyrirtæki.

Hleðslustöðvakerfi með aðgangs- og greiðslustýringu.

OPNUNARTÍMI
MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA: 08:00-17:00
RAFEY EHF
MIÐÁSI 11
700 EGILSSTAÐIR
471 2013
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.